— Morgunblaðið/Ásdís
JÓHANN G. Jóhannsson, sviðsstjóri áhættustýringar hjá Íbúðalánasjóði, segir að staða sjóðsins sé góð. Eiginfjárstaða sjóðsins sé sterk og að ekkert sé til í frétt í hálffimmfréttum KB banka um rekstrarvanda sjóðsins.

JÓHANN G. Jóhannsson, sviðsstjóri áhættustýringar hjá Íbúðalánasjóði, segir að staða sjóðsins sé góð. Eiginfjárstaða sjóðsins sé sterk og að ekkert sé til í frétt í hálffimmfréttum KB banka um rekstrarvanda sjóðsins.

Sjóðurinn hefur að sögn Jóhanns upplýsingaskyldu til Kauphallar og áætlar að birta ársuppgjör í næstu viku þar sem fram koma staðreyndir um rekstur sjóðsins á síðastliðnu ári.

Einnig vill Jóhann benda á að sjóðurinn er eins og margar aðrar fjármálastofnanir undir faglegu eftirliti Fjármálaeftirlitsins.

Hvað varðar lánshæfismat Standard & Poor's á sjóðnum, þar sem sjóðurinn var settur á athugunarlista, segir Jóhann:

"Ástæðan er möguleg stefnubreyting stjórnvalda varðandi Íbúðalánasjóð en ekki rekstrarlegar forsendur sjóðsins."