Kátína með nýjan samning Frá undirritun samnings milli Akureyrarbæjar og Nýherja.
Kátína með nýjan samning Frá undirritun samnings milli Akureyrarbæjar og Nýherja.
AKUREYRARBÆR hefur samið við Nýherja um kaup og innleiðingu á SAP fjárhags- og mannauðslausn.

AKUREYRARBÆR hefur samið við Nýherja um kaup og innleiðingu á SAP fjárhags- og mannauðslausn. Ríkiskaup höfðu umsjón með útboði hugbúnaðarlausnar fyrir hönd Akureyrarbæjar en þar voru vegnir saman þættir verð- og gæðalausnar og hlaut SAP lausn Nýherja hæstu einkunn. Í kjölfarið var ákveðið að ganga til samninga við Nýherja

Nýherji mun innleiða SAP, laga að þörfum sveitarfélagsins og útbúa í samstarfi við Akureyrarbæ sveitarfélagalausn sem nýst getur öðrum sveitarfélögum hérlendis og erlendis. Markmiðið er að bjóða staðlaða en jafnframt sveigjanlega lausn til að leysa alla meginferla sveitarfélaga með lægri tilkostnaði en áður hefur þekkst.

"Sífellt eru gerðar strangari kröfur um bókhald og reikningsskil sveitarfélaga og með innleiðingu SAP mun Akureyrarbær geta samþætt og staðlað ferla, dregið úr notkun sértækra kerfa og aukið þjónustu við bæjarbúa með rafrænum hætti.

SAP-hugbúnaðurinn er nú þegar í notkun hjá fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum auk þess að vera mest seldi viðskiptahugbúnaður í heiminum í dag. Akureyrarbær er fyrsta íslenska sveitarfélagið sem tekur SAP í notkun," segir í frétt um málið.