Íbúðarhús í Mývatnssveit Þeir voru að mæla fyrir raðhúsi í Reykjahlíð, Gaukur Hjartarson byggingafulltrúi og Ingólfur Jónasson hjá Sniðli hf.
Íbúðarhús í Mývatnssveit Þeir voru að mæla fyrir raðhúsi í Reykjahlíð, Gaukur Hjartarson byggingafulltrúi og Ingólfur Jónasson hjá Sniðli hf. — Morgunblaðið/BFH
Mývatnssveit | Sniðill hf. hefur hafið byggingu raðhúss með tveimur íbúðum við Birkihraun í Reykjahlíð í Mývatnssveit. Um fimmtán ár eru liðin frá því síðast var byggt íbúðarhús í Reykjahlíð.

Mývatnssveit | Sniðill hf. hefur hafið byggingu raðhúss með tveimur íbúðum við Birkihraun í Reykjahlíð í Mývatnssveit. Um fimmtán ár eru liðin frá því síðast var byggt íbúðarhús í Reykjahlíð.

Að sögn Brynjars Sigtryggssonar hjá Sniðli eru báðar íbúðirnar seldar og verða afhentar snemma í sumar. Fyrirtækið hefur tryggt sér lóðir fyrir fjórar íbúðir á þessum stað og reiknar Brynjar með að seinni tvær íbúðirnar verði byggðar í beinu framhaldi af þeim sem byrjað er á.

Flestar íbúðir verksmiðjunnar seldar

Mikið hefur annars verið að gerast á íbúðamarkaði í upphafi ársins. Við lokun Kísiliðjunnar var þeim starfsmönnum sem búið höfðu í húsnæði verksmiðjunnar boðið að kaupa húsin á fasteignamatsverði. Hafa flestar íbúðir sem áður voru í eigu verksmiðjunnar þannig verið seldar starfsmönnum.