Lítur brosandi yfir farinn veg. Sigsteinn fyrir framan málverk af Blikastöðum.
Lítur brosandi yfir farinn veg. Sigsteinn fyrir framan málverk af Blikastöðum. — Morgunblaðið/Golli
NÆR daglega fer Sigsteinn Pálsson, fyrrverandi stórbóndi á Blikastöðum í Mosfellsbæ, í leikfimi. Í hverri viku spilar hann líka brids. Hann hefur skoðun á flestu og man ártöl, nöfn og atburði líkt og þeir hafi gerst í gær.

NÆR daglega fer Sigsteinn Pálsson, fyrrverandi stórbóndi á Blikastöðum í Mosfellsbæ, í leikfimi. Í hverri viku spilar hann líka brids. Hann hefur skoðun á flestu og man ártöl, nöfn og atburði líkt og þeir hafi gerst í gær. Þetta væri kannski ekki frétt til næsta bæjar nema vegna þess að á morgun fagnar Sigsteinn hundrað ára afmæli sínu og heldur upp á afmælið með veislu í Hlégarði.

"Ég get ekki skýrt það öðruvísi en með því að ég hef unnið, borðað og sofið," segir Sigsteinn spurður um galdurinn að baki háum aldri og góðri heilsu. Hann segir langlífi í föðurættinni, langafi hans hafi til að mynda átt fáa mánuði í hundrað árin er hann lést. Það hafi þótt merkilegt á þeim tíma, en algengara sé í dag að fólk nái svo háum aldri.

Sigsteinn fæddist á Austfjörðum en flutti um miðjan fjórða áratuginn til Mosfellssveitar, sem hefur þroskast og breyst í bæinn Mosfellsbæ frá því Sigsteinn tók við búskap á Blikastöðum árið 1942 ásamt eiginkonunni Helgu Jónínu Magnúsdóttur. "Þetta var oft erfitt en alltaf gaman," segir hann um búskaparárin á Blikastöðum. Á myndinni er Sigsteinn Pálsson og á veggnum hangir málverk af Blikastöðum.