Kevin McHale, fyrrum leikmaður NBA-liðsins Boston Celtic, hefur tekið við þjálfun NBA-liðsins Minnesota Timberwolves en McHale rak um helgina Flip Saunders sem hefur þjálfað liðið undanfarin ár.

Kevin McHale, fyrrum leikmaður NBA-liðsins Boston Celtic, hefur tekið við þjálfun NBA-liðsins Minnesota Timberwolves en McHale rak um helgina Flip Saunders sem hefur þjálfað liðið undanfarin ár. McHale er jafnframt framkvæmdastjóri liðsins en Úlfarnir töpuðu fyrsta leiknum undir stjórn gegn Chicago Bulls 87:83 en þetta er áttunda tap Timberwolves í síðustu níu leikjum.

"Ég sagði strákunum að hætta að hugsa um leikkerfin okkar, það eina sem skiptir máli er að fara út á völl og leggja sig meira fram," sagði McHale eftir frumraun sína sem þjálfari en hann hætti að leika sjálfur árið 1993.

Bandarískir fjölmiðlar telja að McHale vilji losa sig við Latrell Sprewell og hefur McHale viljað fá Glenn Robinson frá Philadelphia 76'ers í staðinn.

Flip Saunders, fyrrum þjálfari Timberwolves, er sagður vera í viðræðum við Isiah Thomas, forseta New York Knicks, um að taka að sér þjálfun liðsins á næsta keppnistímabili.