RÚMLEGA 50 manns voru fluttir á sjúkrahús í gær eftir að tvær farþegalestar rákust á í Lyngby, einu úthverfi Kaupmannahafnar. Voru tveir taldir nokkuð slasaðir, þar af annar lestarstjórinn, en ekki þó alvarlega.

RÚMLEGA 50 manns voru fluttir á sjúkrahús í gær eftir að tvær farþegalestar rákust á í Lyngby, einu úthverfi Kaupmannahafnar. Voru tveir taldir nokkuð slasaðir, þar af annar lestarstjórinn, en ekki þó alvarlega.

Áreksturinn varð klukkan tólf á hádegi að staðartíma þegar lest á leið til Kaupmannahafnar ók á aðra, sem var kyrrstæð í Lyngby.

Falck-björgunarsveitirnar sendu strax á vettvang allt það lið, sem tiltækt var þá stundina, en síðustu dagar hafa verið einhverjir þeir annasömustu í sögu þeirra. Er ástæðan óvenjulegt fannfergi eftir því sem Danir eiga að venjast. Komu 29 sjúkrabílar á slysstaðinn og fluttu þeir 51 mann á sjúkrahús.

Ekki var vitað í gær hvað hafði farið úrskeiðis en þá var ekki búið að yfirheyra lestarstjórana. Áreksturinn olli verulegum truflunum á lestarsamgöngum í og við Kaupmannahöfn í gær og ekki óalgengt, að fólk yrði að hafast við í kyrrstæðum lestum í allt að tvær klukkustundir.

Kaupmannahöfn. AP, AFP.

Kaupmannahöfn. AP, AFP.