ÍÞRÓTTAFÉLAG Stúdenta og KR áttust við í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöld en þar hafði ÍS betur 79:66, en leikurinn var upphafsleikur 17. umferðar.

ÍÞRÓTTAFÉLAG Stúdenta og KR áttust við í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöld en þar hafði ÍS betur 79:66, en leikurinn var upphafsleikur 17. umferðar. ÍS er í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig en Grindavík er í öðru sæti með 22 stig og Keflavík í því efsta með 26 stig.

KR er á botni deildarinnar með 4 stig en Njarðvík er þar fyrir ofan með 10 stig. KR-ingar eiga enn von um að halda sér í deildinni en til þess þarf liðið að sigra í síðustu þremur leikjum sínum og Njarðvík að tapa þeim öllum með miklum mun. KR og Njarðvík mætast hinn 23. febrúar en í þremur viðureignum liðanna í vetur hefur Njarðvík sigrað í tveimur þeirra og KR í einum leik. Verði liðin jöfn gilda innbyrðisviðureignirnar og eina von KR er að liðið sigri alla sína leik á meðan Njarðvík tapi fjórum leikjum í röð. En stigaskor KR-ingar er mun slakara en stigaskor Njarðvíkinga en KR er með 261 stig í mínus en Njarðvík er með mínus 90 stig.

ÍS tefldi fram nýjum leikmanni í gær, Angel Mason frá Bandaríkjunum og skoraði hún 20 stig í leiknum en hún kemur frá Chicago og verður með ÍS á lokakafla mótsins.

Jerica Watson var lang stigahæst í liði KR með 34 stig.