AI Miyazato frá Japan setti vallarmet á Fancourt-vellinum í Suður-Afríku er hún lék á 67 höggum eða 5 undir pari á lokakeppnisdegi heimsbikarkeppninnar en þar áttust við 20 tveggja manna lið frá jafnmörgum þjóðum.

AI Miyazato frá Japan setti vallarmet á Fancourt-vellinum í Suður-Afríku er hún lék á 67 höggum eða 5 undir pari á lokakeppnisdegi heimsbikarkeppninnar en þar áttust við 20 tveggja manna lið frá jafnmörgum þjóðum. Árangur Miyazato er glæsilegur þar sem hinir 39 keppendurnir léku samtals á 157 höggum yfir pari á lokadeginum. Japanska sveitin lék samtals á 3 undir pari en Rui Kitada var í sveitinni með Miyazato.

Suður-Kórea og Filippseyjar deildu öðru sæti og Skotland endaði í þriðja sæti.

"Þetta var besti hringurinn sem ég hef leikið ég get ekki lýst því hve vel mér líður," sagði Miyazato.