[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
GRIMM RS-kvefveira herjar á ungbörn um þessar mundir og hafa læknar á Barnaspítala Hringsins aldrei séð eins erfiðan faraldur. Nærri tvö þúsund ungbörn hafa komið á bráðamóttöku barnaspítalans frá áramótum sem er helmingi meira en á sama tíma í fyrra.

GRIMM RS-kvefveira herjar á ungbörn um þessar mundir og hafa læknar á Barnaspítala Hringsins aldrei séð eins erfiðan faraldur. Nærri tvö þúsund ungbörn hafa komið á bráðamóttöku barnaspítalans frá áramótum sem er helmingi meira en á sama tíma í fyrra. Leggja þarf tíunda hvert barn inn á sjúkrahúsið og sum hafa verið með svo mikla öndunarerfiðleika að ekki hafa önnur úrræði dugað en öndunarvél. Gríðarlegt álag er á starfsfólki barnaspítalans vegna faraldursins og hefur þurft að manna vaktir með fólki af öðrum deildum.

Stálpuð börn veikjast ekki alvarlega af RS-veirunni, en börn sem eru að sýkjast í fyrsta sinn eru hvað berskjölduðust fyrir henni, en hún leggst þungt á öndunarfæri þeirra./6