LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri mánudaginn 21. febrúar um kl. 16.24 á Kringlumýrarbraut gegnt Nesti í Fossvogi. Þar rákust saman tvær fólksbifreiðir, báðar af gerðinni Nissan, önnur brún en hin hvít.

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri mánudaginn 21. febrúar um kl. 16.24 á Kringlumýrarbraut gegnt Nesti í Fossvogi. Þar rákust saman tvær fólksbifreiðir, báðar af gerðinni Nissan, önnur brún en hin hvít. Báðum bifreiðum var ekið suður Kringlumýrarbraut en að öðru leyti er ágreiningur á milli ökumanna um tildrög óhappsins. Því eru þeir sem geta gefið frekari upplýsingar beðnir að snúa sér til umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík.