Björn Brynjúlfur Björnsson
Björn Brynjúlfur Björnsson
BJÖRN Brynjúlfur Björnsson kvikmyndagerðarmaður hefur fengið vilyrði fyrir 40 milljóna króna styrk frá Kvikmyndamiðstöð á næsta ári, vegna spennumyndar sem stendur til að byrja að taka þá. "Vilyrðið er háð því að okkur takist að fjármagna myndina.

BJÖRN Brynjúlfur Björnsson kvikmyndagerðarmaður hefur fengið vilyrði fyrir 40 milljóna króna styrk frá Kvikmyndamiðstöð á næsta ári, vegna spennumyndar sem stendur til að byrja að taka þá. "Vilyrðið er háð því að okkur takist að fjármagna myndina. Við gerum ráð fyrir því að taka hana næsta vetur, eftir áramótin, þannig að myndin kemur væntanlega út eftir tvö ár," segir Björn Brynjúlfur.

Björn segir að undirbúningur sé ekki kominn mjög langt; ekki sé t.a.m. búið að ráða leikara, en vinnuheiti myndarinnar er Köld slóð. Kostnaðaráætlun hljómar upp á rúmar 100 milljónir króna, að sögn Björns, og verður myndin tekin upp hér á landi.