Tónlist Café Rosenberg | Svavar Kristinsson, söngvari hljómsveitarinnar Hraun!, flytur frumsamið efni í bland við vel valin tökulög kl. 22.

Tónlist

Café Rosenberg | Svavar Kristinsson, söngvari hljómsveitarinnar Hraun!, flytur frumsamið efni í bland við vel valin tökulög kl. 22.

Hveragerðiskirkja | Gunnar Kvaran flytur sólósvítur Bachs á tvennum tónleikum í Hveragerðiskirkju, í kvöld: svítur nr. 2, 3 og 4 og föstud. 25. febrúar: svítur nr. 1, 5 og 6. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Aðgangseyrir kr. 1.200 á staka tónleika en 2.000 kr. á báða tónleikana.

Laugarborg | Í tilefni frumsýningar á Toscu flytja Elin Ósk Óskarsdottir og Jóhann Friðgeir Valdimarsson ítalskar aríur og dúetta. Kurt Kopecky leikur með á píanó.

Söfn

Þjóðmenningarhúsið | Tónlistararfur Íslendinga, Handritin, Þjóðminjasafnið - Svona var það, Heimastjórnin 1904. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi (1895-1964) er skáld mánaðarins.

Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til-menning og samfélag í 1200 ár. Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljósmyndasýningarnar Hér stóð bær og Átján vóru synir mínir í álfheimum... Opið frá kl. 11-17.

Myndlist

Árbæjarsafn | Í hlutanna Eðli - Stefnumót lista og minja.

Gallerí I8 | Finnur Arnar sýnir ýmis myndverk.

Gallerí Sævars Karls | Ættarmót fyrir hálfri öld. Sigurður Örlygsson sýnir olíumálverk - 100 andlit úr fjölskyldu sinni.

Gallerí Tukt | Erna Þorbjörg Einarsdóttir - Verk unnin með blandaðri tækni.

Gerðuberg | Rosemarie Trockel sýnir ljósmyndir, skúlptúra, teikningar og myndbönd. Sigríður Salvarsdóttir í Vigur sýnir listaverk úr mannshári í Boganum.

Hafnarborg | Bjarni Sigurbjörnsson og Haraldur Karlsson - Skíramyrkur. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson er myndhöggvari febrúarmánaðar í Hafnarborg.

Hallgrímskirkja | Jón Reykdal - 6 ný olíumálverk í forkirkju.

Hrafnista Hafnarfirði | Steinlaug Sigurjónsdóttir sýnir olíu og vatnslitamyndir í Menningarsal.

Kaffi Sólon | Óli G. Jóhannsson sýnir óhlutlæg verk.

Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930 1945 og Rúrí - Archive - endangered waters.

Listasafn Reykjanesbæjar | Kristín Gunnlaugsdóttir - Mátturinn og dýrðin, að eilífu

Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið - yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar.

Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Þórður Ben Sveinsson - Borg náttúrunnar. Bjargey Ólafsdóttir - Láttu viðkvæmt útlit mitt ekki blekkja þig. Erró - Víðáttur. Brian Griffin - Áhrifavaldar.

Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Hörður Ágústsson - Yfirlitssýning í vestursal. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson - Markmið XI Samvinnuverkefni í miðrými. Yfirlitssýning á verkum Kjarvals í austursal.

Nýlistasafnið | Jean B. Koeman - Socles de Monde. Samsýningin Tvívídd. Grams - Sýning á vídeóverkum úr eigu safnsins.

Safn | Stephan Stephensen - AirCondition. Jóhann Jóhannsson - Innsetning tengd tónverkinu Virðulegu forsetar.

Thorvaldsen Bar | Ásta Ólafsdóttir - Hugarheimur Ástu.

Þjóðmenningarhúsið | Bragi Ásgeirsson er myndlistarmaður mánaðarins. Sýning á verkum Braga í veitingastofu og kjallara.

Listasýning

Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljósmyndari - Heitir reitir.

Dans

Þjóðdansafélag Reykjavíkur | Opið hús að Álfabakka 14a kl. 20.30 í kvöld og annan hvern miðvikudag. Gömlu dansarnir. Allir velkomnir. Þjóðdansafélagið.

Fréttir

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar- og fataúthlutun kl. 14-17 að Sólvallagötu 48. Svarað í síma 5514349 þri.-fim kl. 11-16. Tekið við vörum og gjöfum þri. og mið. kl. 11-16. netfang. mnefnd@mi.is.

Fundir

Geðhjálp | Fundir fyrir félagsfælna hjá Geðhjálp Túngötu 7 öll miðvikudagskvöld í vetur kl 20.

ITC Melkorka | Fundur að Borgartúni 22, kl. 20. Á dagskránni er ræðukeppni milli ITC Melkorku og ITC Hörpu. Gestir velkomnir.

Kattavinafélag Íslands | Aðalfundur Kattavinafélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 24. febrúar kl. 18, í húsi félagsins við Stangarhyl 2 Reykjavík. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Krabbameinsfélagið | Stuðningshópur kvenna sem fengið hafa krabbamein í eggjastokka halda rabbfund í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík í dag kl. 17. Gestur fundarins er Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur. Konur sem fengið hafa krabbamein í eggjastokka eru hvattar til að mæta.

Fyrirlestrar

Háskólinn á Akureyri | Á Félagsvísindatorgi ræðir Hrönn Pétursdóttir, starfsmanna- og kynningarstjóri hjá Alcoa Fjarðaáli, um störf og starfsframa sem hún segir að snúist um að byggja upp grunnþekkingu og hæfni til að finna, meta og nota þekkingu í framtíðinni.

Kennaraháskóli Íslands | Michael Dal lektor verður með fyrirlestur um Dyslexía og tungumálanám í Kennaraháskólanum kl. 16.15. Þar leitast hann við að svara því hvernig hægt er að koma til móts við nemendur með dyslexíu í tungumálanámi.

Lögfræðingafélag Íslands | Hádegisfundur verður í Sunnusal Hótel Sögu föstudaginn 25. febrúar kl. 12-13.30 M.a. verður fjallað um samspil 6. gr. mannréttindasáttmálans og málsmeðferðar í samkeppnismálum. Farið verður yfir dómaframkvæmd mannréttindadómstólsins um þagnarrétt og hún borin saman við dómaframkvæmd Evrópudómstólanna í samkeppnismálum. Fyrirlesari: Ólafur Jóhannes Einarsson, lögfræðingur Aðgangseyrir kr. 2.500 kr.Tilkynna þarf þáttöku fyrir 24. febrúar á logfr@logfr.is eða s. 568 0887.

Námskeið

Gigtarfélag Íslands | Þriggja kvölda námskeið fyrir fólk með slitgigt hefst mánudaginn 28. febrúar. Gigtarlæknir, sjúkraþjálfari, iðjuþjálfi og félagsráðgjafi fjalla um slitgigt, greiningu, meðferð, horfur, þjálfun, aðlögun að daglegu lífi og tilfinningalega og félagslega þætti. Skráning á skrifstofu í s. 530 3600.

www.ljosmyndari.is | 3ja daga námskeið fyrir stafrænar myndavélar. Fyrri hópur 7. 9. og 10. mars kl. 18-22. Seinni hópur 14. 16. og 17. mars kl. 18-22. Verð kr. 14. 900.tekið er fyrir: myndavélin, myndatakan, ljósmyndastúdíóið, tölvan, photoshop. Nánari uppl. og skráning á www.ljosmyndari.is.

Ráðstefnur

Grand Hótel Reykjavík | 25. febrúar 2005 kl. 9-17 verður efnt til ráðstefnu á Grand Hótel undir yfirskriftinni: Ísland og norðurslóðir. Rætt verður um vatnabúskap, orkumál, siglingar, dýralíf, landnýtingu, mannlíf, byggðaþróun og rannsóknir. Skráning er í síma 545 9940 eða með tölvupósti: sand@mfa.is Allir velkomnir.

Börn

Taflfélag Reykjavíkur | Unglingameistaramót Reykjavíkur í skák fer fram laugardag og sunnudag 26.-27. febrúar. Athugið að þetta er breyting á áður auglýstri dagskrá. Mótið er opið öllum 15 ára og yngri og taflmennska hefst kl.14 á laugardaginn. Allar upplýsingar veitir Torfi Leósson í s.697-3974.