ÍSLENDINGAR hafa leikið sex landsleiki í handknattleik gegn Hvíta-Rússlandi. Fyrstu leikirnir voru leiknir í Laugardalshöllinni í janúar 1994 og voru það tveir leikir í undankeppni fyrir fyrstu Evrópukeppnina, sem fór fram í Portrúgal 1994.

ÍSLENDINGAR hafa leikið sex landsleiki í handknattleik gegn Hvíta-Rússlandi. Fyrstu leikirnir voru leiknir í Laugardalshöllinni í janúar 1994 og voru það tveir leikir í undankeppni fyrir fyrstu Evrópukeppnina, sem fór fram í Portrúgal 1994. Íslendingar, sem léku þá í riðli með Króatíu, Finnlandi, Búlgaríu og Hvíta-Rússlandi, töpuðu fyrri leiknum 26:29, en unnu seinni leikinn 23:18. Króatar urðu sigurvegarar í riðlinum og komust á EM, en Hvít-Rússar urðu í öðru sæti með betri markatölu en Ísland og léku aukaleiki um sæti á EM, sem þeir náðu ekki að nýta sér.

Hvít-Rússar lögðu Íslendinga síðan að velli á HM á Íslandi 1995 í Laugardalshöllinni, 28:23.

Ísland fagnaði sigri á Hvíta-Rússlandi á móti á Spáni 1997, 30:22.

Ísland og Hvíta-Rússland mættust síðast í undankeppni fyrir EM í Svíþjóð 2002. Ísland vann óvæntan stórsigur í Minsk í fyrri leiknum í júní 2001, 30:23, en tapaði seinni leiknum í Laugardalshöllinni, 26:27.