24. apríl 1993 | Innlendar fréttir | 122 orð

Alþýðuflokksmaður boðinn í fyrsta sinn á Bilderbergfund

Alþýðuflokksmaður boðinn í fyrsta sinn á Bilderbergfund ÞEIR Björn Bjarnason formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Jón Sigurðsson viðskipta- og iðnaðarráðherra sitja nú fund Bilderberg samtakanna í Aþenu í Grikklandi.

Alþýðuflokksmaður boðinn í fyrsta sinn á Bilderbergfund

ÞEIR Björn Bjarnason formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Jón Sigurðsson viðskipta- og iðnaðarráðherra sitja nú fund Bilderberg samtakanna í Aþenu í Grikklandi. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er þetta í fyrsta sinn sem alþýðuflokksmaður frá Íslandi er boðinn til fundar samtakanna. Bilderberg eru samtök vestrænna áhrifamanna úr atvinnu- og stjórnmálalífi.

Davíð Oddsson forsætisráðherra var boðinn til fundarins, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, en hann treysti sér ekki til þess að þekkjast boðið að þessu sinni, vegna anna hér heima fyrir. Áður hafa setið fundi þessara samtaka menn á borð við Bjarna heitinn Benediktsson, Geir heitinn Hallgrímsson, Hörð Sigurgestsson, forstjóra Eimskipafélags Íslands, Einar Benediktsson sendiherra, Davíð Oddsson, forsætisráðherra og Björn Bjarnason sem áður hefur setið allmarga fundi Bilderberg samtakanna.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.