Sigríður Dúna Kristmundsdóttir
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir
DAVÍÐ Oddsson skipaði sem utanríkisráðherra í gærmorgun Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur, prófessor við Háskóla Íslands og fv. þingmann, sendiherra frá og með 1. júní 2006 að telja. Mun hún þá flytjast til Pretoriu og taka við embætti sendiherra í...

DAVÍÐ Oddsson skipaði sem utanríkisráðherra í gærmorgun Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur, prófessor við Háskóla Íslands og fv. þingmann, sendiherra frá og með 1. júní 2006 að telja. Mun hún þá flytjast til Pretoriu og taka við embætti sendiherra í S-Afríku.

Þá skipaði utanríkisráðherra Kristján Andra Stefánsson sendiherra frá 1. október 2005 nk.

Kristján Andri tekur við sem stjórnarmaður í Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, frá 1. nóvember 2005.