18. október 2005 | Innlendar fréttir | 175 orð

Þrír bjóða netið um ljósleiðara

Seltjarnarnes | Orkuveita Reykjavíkur hefur samið við Hive, Hringiðuna og Skýrr um sölu á netþjónustu til heimila sem tengjast ljósleiðaraneti OR, en uppbygging á ljósleiðarakerfinu stendur nú yfir á Seltjarnarnesi.
Seltjarnarnes | Orkuveita Reykjavíkur hefur samið við Hive, Hringiðuna og Skýrr um sölu á netþjónustu til heimila sem tengjast ljósleiðaraneti OR, en uppbygging á ljósleiðarakerfinu stendur nú yfir á Seltjarnarnesi. Stefnt er að því að bjóða upp á símaþjónustu og sjónvarp um ljósleiðaranetið á næstunni.

Á ljósleiðarakerfið að vera opið öllum sem vilja veita þjónustu um kerfið, en OR mun aðeins veita aðgang að kerfinu, ekki selja þjónustu í gegnum það. Fram kemur í tilkynningu frá OR að búist sé við því að samningar takist við fleiri aðila um sölu á þjónustu. Fyrst um sinn verði boðið upp á allt að 30 Mb/s hraða í báðar áttir, sem sé hraði sem ekki náist með hefðbundnum fjarskiptatengingum.

Seinkun á lagningu ljósleiðarans

Stefnt er að því að fjölga þeim sem vinna að lagningu ljósleiðara á Seltjarnarnesi á næstu vikum, en nokkur seinkun hefur orðið á verkinu frá upphaflegri verkáætlun. Hefur tekist að nýta aðferðir við lagningu ljósleiðarans, t.d. að bora hann að húsum, sem leiða munu til minni röskunar innan lóða en hefðbundinn skurðgröftur felur í sér.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.