20. október 2005 | Viðskiptablað | 123 orð | 1 mynd

Íslandspóstur yfirtekur skeytaþjónustu Símans

SÍMINN og Íslandspóstur hafa gert með sér samning um kaup hins síðarnefnda á skeytaþjónustu Símans en hún hefur verið hluti af þjónustu Símans frá aðskilnaði fyrirtækjanna árið 1998.
SÍMINN og Íslandspóstur hafa gert með sér samning um kaup hins síðarnefnda á skeytaþjónustu Símans en hún hefur verið hluti af þjónustu Símans frá aðskilnaði fyrirtækjanna árið 1998. Íslandspóstur hefur frá upphafi sinnt stórum hluta þjónustunnar með útburði skeyta á landsbyggðinni.

Skeytaþjónustan hefur tekið breytingum á undanförnum árum, að því er segir í fréttatilkynningu frá Íslandspósti. Þannig sé nú æ algengara að pantanir á símskeytum berist í gegnum netið og muni sú þróun væntanlega halda áfram.

Íslandspóstur hefur nú yfirtekið skeytaþjónustuna og sér alfarið um þessa þjónustu. Hjá skeytaþjónustu Póstsins er hægt að senda heillaóska- og samúðarskeyti, samúðarkort, almenn skeyti og hraðskeyti. Íslandspóstur telur að skeytaþjónusta falli vel að núverandi starfsemi fyrirtækisins og stefnir að því að efla hana og bæta enn frekar.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.