16. maí 1993 | Innlendar fréttir | 157 orð

Sódóma með enskum texta

Sódóma með enskum texta Í TILEFNI af því að Sódóma - Reykjavík keppir á Cannes hátíðinni '93 um Gullnu kvikmyndavélina mun Regnboginn sýna hana meðan á hátíðinni stendur.

Sódóma með enskum texta

Í TILEFNI af því að Sódóma - Reykjavík keppir á Cannes hátíðinni '93 um Gullnu kvikmyndavélina mun Regnboginn sýna hana meðan á hátíðinni stendur. Sódóma keppir í heiðursflokki en þar eru yfirleitt valdar kvikmyndir eftir leikstjóra sem unnið hafa Cannes keppnina eða athyglisverðir ungir leikstjórar.

Þetta er gífurlegur heiður og hvatning fyrir aðstandendur Sódómu og íslenska kvikmyndagerð sem hefur verið í mikilli sókn undanfarin ár. Cannes keppnin er talin vera númer tvö í heiminum í dag, aðeins Óskarinn er talinn vera fremri.

Nú þegar hefur verið samið um að sýna hana í Bandaríkjunum og viðræður standa yfir í fleiri löndum. Erlendis er hún kölluð "Remote control". Einnig má geta þess að japanskir kvikmyndagerðarmenn hafa sýnt áhuga á því að endurgera Sódómu.

Í sumar verður Sódóma Reykjavík sýnd í Regnboganum með enskum texta fyrir ferðamenn.

(Fréttatilkynning)

Í sumar verður Sódóma Reykjavík sýnd í Regnboganum með enskum texta fyrir ferðamenn.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.