"ÞAÐ er alveg á hreinu hvað mig varðar en ég ætla að spila fótbolta næsta sumar með mínu gamla liði á Akranesi og ég hlakka mikið til þess," sagði Arnar B. Gunnlaugsson í samtali við Morgunblaðið í gær.
"ÞAÐ er alveg á hreinu hvað mig varðar en ég ætla að spila fótbolta næsta sumar með mínu gamla liði á Akranesi og ég hlakka mikið til þess," sagði Arnar B. Gunnlaugsson í samtali við Morgunblaðið í gær.

Allar líkur eru á því að tvíburabróðir hans, Bjarki, leiki einnig með ÍA en hann hefur ekki tekið endanlega ákvörðun þess efnis. Mun það ráðast af því hvort hann fær sig góðan af ökklameiðslum, sem hafa hrjáð hann undanfarin misseri.

Arnar og Bjarki hófu að leika með meistaraflokki ÍA árið 1989, þá 16 ára gamlir. Þeir léku síðast saman með uppeldisfélagi sínu árið 1995. | C1