— Reuters
FIMM Ísraelar biðu bana og fjölmargir til viðbótar særðust þegar ungur Palestínumaður sprengdi sjálfan sig í loft upp við inngang að verslunarmiðstöð í bænum Netanya, norðarlega í Ísrael, í gær.

FIMM Ísraelar biðu bana og fjölmargir til viðbótar særðust þegar ungur Palestínumaður sprengdi sjálfan sig í loft upp við inngang að verslunarmiðstöð í bænum Netanya, norðarlega í Ísrael, í gær. Fimm manns biðu einnig bana í tilræði á þessum sama stað í júlí sl.

Á myndinni má sjá sjúkraliða veita ísraelskri konu aðhlynningu eftir tilræðið.

Lögreglan í Netanya sagði að maðurinn hefði verið stöðvaður við inngang verslunarmiðstöðvarinnar og þá sprengt sig með fyrrgreindum afleiðingum.

Samtökin Heilagt stríð hafa lýst ábyrgð á ódæðinu í gær á hendur sér. Óttast er að tilræðið í gær skaði friðarferlið í Mið-Austurlöndum og fordæmdi Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, ódæðisverkið. Hann hét því að hafa hendur í hári forvígismanna þess.