LÖGREGLAN í Keflavík fékk tilkynningu um innbrot í bensínstöðina í Garðinum skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags, en hurð á suðurhlið hússins hafði verið brotin upp.

LÖGREGLAN í Keflavík fékk tilkynningu um innbrot í bensínstöðina í Garðinum skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags, en hurð á suðurhlið hússins hafði verið brotin upp. Nokkrum pökkum af tóbaki var stolið úr verslun bensínstöðvarinnar en vitni sáu til nokkurra pilta hlaupa frá staðnum. Síðar um nóttina voru höfð afskipti af tveimur piltum, 15 og 16 ára. Piltarnir viðurkenndu að hafa brotist inn í félagi við þrjá aðra pilta.

Lögreglan náði tali af þeim í gærkvöldi.