Aron Pálmi Ágústsson
Aron Pálmi Ágústsson
AÐSTÆÐUR Arons Pálma Ágústssonar hafa aðeins batnað frá því í sumar og á hann eftir að afplána 18 mánuði af fangelsisrefsingu sinni í Beaumont í Texas. Að sögn Einars S.

AÐSTÆÐUR Arons Pálma Ágústssonar hafa aðeins batnað frá því í sumar og á hann eftir að afplána 18 mánuði af fangelsisrefsingu sinni í Beaumont í Texas. Að sögn Einars S. Einarssonar, talsmanns stuðningsnefndar Arons, komst hann aftur á dvalarstað sinn eftir hamfarirnar af völdum fellibylsins Ritu. Íbúð hans var óskemmd.

Ferðafrelsi Arons hefur aðeins verið aukið og snýst tilvera hans nú um að stunda nám sex daga vikunnar við Lamnar-háskóla þar sem hann nemur sálfræði. Segir hann Aron býsna sáttan við tilveruna þrátt fyrir allt. Hins vegar séu líkurnar litlar á því að ríkisstjóra Texas verði talið hughvarf varðandi náðun.

Stuðningsnefndin leggur því áherslu á að veita Aroni fjárhagslegan stuðning. Haustönn við háskólann hafa verið greidd fyrir hann og einnig hefur verið safnað 250 þúsund krónum handa honum til að standa straum af skólagjöldum við háskólann á næstu vorönn. Fær hann upphæðina í janúar 2006. Enn fremur hefur 500 þúsund kr. verið safnað í námssjóð sem mun bíða hans þegar hann kemur til Íslands að lokinni afplánun.

Þótt Aron sé sáttur vilji hann þó mest af öllu koma til Íslands sem fyrst og sé hann tilbúinn að skrifa upp á plagg þess efnis að hann muni aldrei koma til Texas aftur. Að öðru leyti hefur Aron verið að læra á bíl og hefur einn slíkan til umráða sem hann notar á leið í og úr skóla.