Haru Kitamika, Ragnheiður Árnadóttir og Nina Hitz.
Haru Kitamika, Ragnheiður Árnadóttir og Nina Hitz.
RAGNHEIDUR Arnadottir sópransöngkona, Nina Hitz sellóleikari, Georgia Browne flautuleikari og Haru Kitamika organisti flytja verk eftir Jóhann Sebastian Bach á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld kl. 20.
RAGNHEIDUR Arnadottir sópransöngkona, Nina Hitz sellóleikari, Georgia Browne flautuleikari og Haru Kitamika organisti flytja verk eftir Jóhann Sebastian Bach á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld kl. 20. Ungu konurnar eru allar útskrifaðar úr Tónlistarháskólanum í Haag í Hollandi með kammermúsík sem sérgrein, en hljóðfæraleikararnir léku í Jólaóratoríunni í Hallgrímskirkju um helgina með Alþjóðlegu barokksveitinni í Haag og Schola Cantorum.