RAGNHEIDUR Arnadottir sópransöngkona, Nina Hitz sellóleikari, Georgia Browne flautuleikari og Haru Kitamika organisti flytja verk eftir Jóhann Sebastian Bach á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld kl. 20.
RAGNHEIDUR Arnadottir sópransöngkona, Nina Hitz sellóleikari, Georgia Browne flautuleikari og Haru Kitamika organisti flytja verk eftir Jóhann Sebastian Bach á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld kl. 20. Ungu konurnar eru allar útskrifaðar úr Tónlistarháskólanum í Haag í Hollandi með kammermúsík sem sérgrein, en hljóðfæraleikararnir léku í Jólaóratoríunni í Hallgrímskirkju um helgina með Alþjóðlegu barokksveitinni í Haag og Schola Cantorum.