BRASILÍUMAÐURINN Adriano tryggði Inter sigur gegn AC Milan í grannaslag Mílanó-liðanna í ítölsku deildarkeppninni í gær en sigurmarkið skoraði hann á lokamínútu leiksins.
BRASILÍUMAÐURINN Adriano tryggði Inter sigur gegn AC Milan í grannaslag Mílanó-liðanna í ítölsku deildarkeppninni í gær en sigurmarkið skoraði hann á lokamínútu leiksins. Inter skoraði þrjú mörk gegn tveimur en Jaap Stam hafði skömmu áður jafnað fyrir AC Milan með glæsilegu skallamarki. Dómari leiksins var í aðalhlutverki í fyrri hálfleik er hann dæmdi tvær vafasamar vítaspyrnur sem Adriano skoraði úr fyrir Inter á 24. mínútu en Andrei Shevchenko jafnaði úr vítaspyrnu fyrir Milan á 39. mínútu.