Hámarksöryggi. Norður &spade;9 &heart;K73 ⋄ÁD852 &klubs;ÁG82 Suður &spade;Á7 &heart;Á84 ⋄93 &klubs;KD10973 Suður spilar sex lauf og fær út spaðakóng. Hvernig er áætlunin? (Trompið er 2-1.

Hámarksöryggi.

Norður
9
K73
ÁD852
ÁG82

Suður
Á7
Á84
93
KD10973

Suður spilar sex lauf og fær út spaðakóng.

Hvernig er áætlunin? (Trompið er 2-1.)

Í hnotskurn er verkefni sagnhafa það eitt að búa til einn aukaslag á tígul. Sem er létt verk ef liturinn brotnar 3-3 eða 4-2. Aðeins 5-1 legan setur skjálfta í slemmuna, en með því að taka fyrst á ásinn má ráða við kónginn blankan í austur og ennfremur staka tíu eða gosa í vestur.

Norður
9
K73
ÁD852
ÁG82

Vestur Austur
KDG65 108432
G9652 D10
10 KG764
65 4

Suður
Á7
Á84
93
KD10973

Best er að spila þannig: Drepið á spaðaás, lauf tekið tvisvar og tígulás lagður niður. Síðan er farið heim á hjartaás og tígulníu spilað að blindum. Þegar vestur hendir í slaginn, siglir nían yfir á gosa austurs og síðan má trompsvína fyrir kónginn (blindur á D8, en austur K7).