BRASILÍUMAÐURINN Zico sem þjálfar japanska landsliðið í knattspyrnu sagði við japanska fjölmiðla um helgina að það yrði undarleg tilfinning fyrir hann að mæta Brasilíumönnum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á næsta ári.

BRASILÍUMAÐURINN Zico sem þjálfar japanska landsliðið í knattspyrnu sagði við japanska fjölmiðla um helgina að það yrði undarleg tilfinning fyrir hann að mæta Brasilíumönnum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á næsta ári. Liðin eru í F-riðli ásamt Ástalíu og Króatíu.

"Ég hafði aldrei látið mig dreyma um að þetta ætti eftir að gerast. Ég borðaði morgunverð með Carlos Alberto Parreira, þjálfara Brasilíu, í Leipzig daginn sem dregið var í riðla og við vorum að vonast til þess að þetta myndi ekki gerast. Við gátum því ekki annað en brosað þegar við sáum hvernig fór," sagði Zico en hann er ekki eini Brasilíumaðurinn sem mætir löndum sínum á HM.

Alessandro Santos er leikmaður japanska landsliðsins en hann er fæddur í Brasilíu og lék með Japan á HM árið 2002.