27. maí 1993 | Erlendar fréttir | 104 orð

Sex konur hlekkja sig við skutla Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara

Sex konur hlekkja sig við skutla Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins.

Sex konur hlekkja sig við skutla Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins.

SEX konur á vegum umhverfisverndarsamtakanna Greenpeace hlekkjuðu sig í gærmorgun við skutulbyssur í tveimur norskum hvalveiðibátum til að mótmæla þeirri ákvörðun Norðmanna að hefja hvalveiðar að nýju.

Konurnar eru frá sex löndum og eigendur skipanna reyndu ekki að koma þeim í burtu. Þess í stað var konunum boðið upp á kaffi og meðlæti, en þær vildu engar veitingar þiggja. Lögreglan sagði síðdegis að hún ráðgerði ekki að skerast í leikinn. "Þetta er síðasta tækifærið fyrir stjórnina að skipta um skoðun og stöðva hvalveiðarnar," sagði Ingrid Berthinussen, talsmaður Greenpeace.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.