— Reuters
ÞRÁTT fyrir erfiðan vetur og sífellda erfiðleika við að komast til Muzaffarabad í Pakistan, eru um þessar mundir 129 börn ein síns liðs í umsjá SOS-barnaþorpanna, þar sem 35 börn voru færð í barnaþorpið í Lahore.

ÞRÁTT fyrir erfiðan vetur og sífellda erfiðleika við að komast til Muzaffarabad í Pakistan, eru um þessar mundir 129 börn ein síns liðs í umsjá SOS-barnaþorpanna, þar sem 35 börn voru færð í barnaþorpið í Lahore. Þar sem þorpið er nálægt stórum spítala er lögð áhersla á að börn sem send eru til þorpsins séu þau sem þurfi á læknisaðstoð að halda. Börnin hljóta nauðsynlega aðhlynningu innan þorpsins auk læknisaðstoðarinnar sem þau þurfa á spítalanum. 23 börn hafa verið tekin inn í barnaþorpið í Rawalpindi; flest þessara barna eru mjög ung. 62 börn fá aðhlynningu í nýju neyðarskýli í barnaþorpinu í Rawalpindi og 9 börn eru enn í SOS-Ungmennaheimili í Rawalpindi, sem hefur mest notaða SOS neyðarskýlið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá SOS-barnaþorpum á Íslandi.

Neyðarskýli og tjöld

SOS barnaþorpin í Pakistan hafa fengið margar fyrirspurnir hvort hægt sé að útvega og dreifa tjöldum til samfélagslegra nota (kennslu og annarrar hjálparstarfsemi). Alþjóðlegu SOS-barnaþorpin hafa gert eftirfarandi ráðstafanir svo hægt sé að afhenda 100 stór tjöld. Þýski tjaldframleiðandinn Lancomun framleiðir 80 stór tjöld sem er ætlað að þola mikið frost og snjó. Þessi tjöld munu vera framleidd með þeim hætti að hægt sé að hita þau upp og elda mat innan þeirra.

Þar að auki munu alþjóðlegu SOS-barnaþorpin senda 20 tjöld frá SOS sumarbúðunum í Caldonazzo, á Ítalíu. Alþjóðlegu SOS-barnaþorpin og flugfélagið HGFD eru nú um þessar mundir að gera ráðstafanir svo hægt sé að senda tjöldin fyrstu vikuna í febrúar til Pakistan, segir í fréttatilkynningu.