[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fyrstu skórnir og ungbarnareyfið eru unnin úr ull og eru hugsuð fyrir ófædd börn landsins, en íbúar landsins urðu 300 þúsund talsins um síðustu áramót. Engir skór og ekkert reyfi er nákvæmlega eins og saumað í ýmsum litum.
Fyrstu skórnir og ungbarnareyfið eru unnin úr ull og eru hugsuð fyrir ófædd börn landsins, en íbúar landsins urðu 300 þúsund talsins um síðustu áramót. Engir skór og ekkert reyfi er nákvæmlega eins og saumað í ýmsum litum. Myndlistarmennirnir Anna Þóra og Guðrún hófu samstarfsleik, sem er færeyskt hugtak, undir nafninu TÓ-TÓ árið 1998 og vinna aðallega í ull. Þær skynja og sjá hlutina á sinn hátt, sem myndlistarmenn, og vinna samkvæmt því. "Litlu máli skiptir hvað hlutur heitir, aðeins að hann höfði til þeirra sem njóta og standi sterkur sem slíkur," segja þær. TÓ-TÓ er orðaleikur um tó, eða unna ull, og er aðili að Kirsuberjatrénu við Vesturgötu í Reykjavík. Nánar: www.kirs.is.