Ibrahim Rugova.
Ibrahim Rugova. — Reuters
Ibrahim Rugova, leið-togi Kosovo-Albana, lést sl. laugar-dag. Rugova var stór-reykingamaður, og lést úr lungna-krabbameini sem hann greindist með í haust. Hann var 61 árs.

Ibrahim Rugova, leið-togi Kosovo-Albana, lést sl. laugar-dag. Rugova var stór-reykingamaður, og lést úr lungna-krabbameini sem hann greindist með í haust. Hann var 61 árs. Rugova var helsta sjálfstæðis-hetja Kosovo-Albana, og var kjörinn fyrsti for-seti Kosovo í kosningum 2002. Eftir stríðið, eða frá 1999, hefur Kosovo verið undir stjórn Sam-einuðu þjóðanna. Eiga heima-menn að fá völdin smám saman, og eru Kosovo-Albanar að vonast eftir sjálf-stæði frá Serbíu brátt. Áttu þær við-ræður að hefjast í Vín í Austur-ríki í vikunni, en Sam-einuðu þjóðirnar hafa nú frestað þeim fram í byrjun febrúar.

Fimm daga þjóðar-sorg var í Kosovo vegna dauða Ibrahims Rugova. Hann var borinn til grafar á fimmtu-dag, en þangað til lá lík hans frammi í þing-húsinu í höfuð-borginni Pristina, þangað sem þúsundir manna komu að votta honum hinstu virðingu.