FYRSTI þátturinn í fimmtu þáttaröð hinna geysilega vinsælu þátta 24 verður sýndur í kvöld. Sýningar á þáttunum hófust í byrjun árs í Bandaríkjunum og eru þeir því alveg nýir af nálinni.
FYRSTI þátturinn í fimmtu þáttaröð hinna geysilega vinsælu þátta 24 verður sýndur í kvöld. Sýningar á þáttunum hófust í byrjun árs í Bandaríkjunum og eru þeir því alveg nýir af nálinni. Leyniþjónustumaðurinn Jack Bauer er sem fyrr leikinn af Íslandsvininum Kiefer Sutherland, en í þessum fyrsta þætti neyðist hann til að koma úr felum þegar þjóðarörygginu er enn og aftur ógnað, í þetta skiptið af rússneskum hryðjuverkamönnum. Gagnrýnendur í Bandaríkjunum eru flestir sammála um að allt stefni í að þessi nýjasta þáttaröð verði ein sú allra besta og verður þeim sérstaklega tíðrætt um hversu gríðarlega spennandi þættirnir eru.
24 er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 21.20.