KRISTINDÓMURINN snýst ekki um hvað ég kalla kristindóm, heldur um það sem Jesús segir. Hann sagði meðal annars: "Þér hafið heyrt..., en ég segi yður. Sannlega segi ég yður.

KRISTINDÓMURINN snýst ekki um hvað ég kalla kristindóm, heldur um það sem Jesús segir. Hann sagði meðal annars: "Þér hafið heyrt..., en ég segi yður. Sannlega segi ég yður."

Þegar einhver segist vera kristinn og um leið hafa skoðun á tilteknu málefni sem varði trúna, en styðst ekki við orð Jesú í Biblíunni heldur það sem honum sjálfum finnst vera kristindómur, þá fer hann villur vegar.

Jesús segir okkur að láta ekki ótta, eða hneigðir stjórna gjörðum okkar heldur trúa á hann. "Hertökum hverja hugsun til hlýðni við Krist," segir í Biblíunni.

Hann segir: "Þér eruð vinir mínir ef þér gjörið það sem ég segi yður. Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig."

GUÐMUNDUR ÖRN

RAGNARSSON,

Brávallagötu 10, 101 Reykjavík.