Við undirritun samningsins, frá vinstri; Lovísa Hallgrímsdóttir, ritari stjórnar SSSK, Margrét Pála Ólafsdóttir, formaður SSSK, Sigurður Bessason, formaður Eflingar, og Harpa Ólafsdóttir, formaður kjaramálasviðs Eflingar.
Við undirritun samningsins, frá vinstri; Lovísa Hallgrímsdóttir, ritari stjórnar SSSK, Margrét Pála Ólafsdóttir, formaður SSSK, Sigurður Bessason, formaður Eflingar, og Harpa Ólafsdóttir, formaður kjaramálasviðs Eflingar.
SAMTÖK sjálfstæðra skóla hafa undirritað sinn fyrsta kjarasamning fyrir hönd aðildarskóla sinna. Samningurinn er við stéttarfélagið Eflingu og nær til aðstoðarfólks í leik- og grunnskólum samtakanna í Reykjavík.

SAMTÖK sjálfstæðra skóla hafa undirritað sinn fyrsta kjarasamning fyrir hönd aðildarskóla sinna. Samningurinn er við stéttarfélagið Eflingu og nær til aðstoðarfólks í leik- og grunnskólum samtakanna í Reykjavík.

Samtök sjálfstæðra skóla (SSSK) eru regnhlífarsamtök sjálfstæðra leik- og grunnskóla á Íslandi og eru á sínu fyrsta starfsári.

Samningurinn tryggir aðstoðarfólki þessara skóla sambærileg kjör og kveðið er á um í nýjum samningi Reykjavíkurborgar við ófaglært starfsfólk á leikskólum á vegum borgarinnar.

Enn fremur er kveðið á um í samningnum að aðilar muni skipa sérstaka samstarfsnefnd til að þróa áfram hina góðu samvinnu þar sem jákvæð þróun í kjaramálum aðstoðarfólks í sjálfstæðum skólum verður í fyrirrúmi.

Um þessar mundir eru samtökin að skoða kjaramál aðstoðarfólks í sjálfstæðum skólum utan Reykjavíkur. T.d. mætti nefna að hafinn er undirbúningur að nýjum kjarasamningi við Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði sem mun taka til sjálfstæðra skóla í Hafnarfirði og Garðabæ.

Ljóst er að hinn nýi samningur við Eflingu mun að einhverju leyti vera lagður til grundvallar í fyrirhuguðum kjaraviðræðum, án þess þó að vera verulega frábrugðinn þeim kjarasamningum sem almennt gilda fyrir starfsfólk viðkomandi sveitarfélaga, segir í fréttatilkynningu.