Sérstakur bar var skorinn út í ís þar sem gestir nutu íslenskra veitinga.
Sérstakur bar var skorinn út í ís þar sem gestir nutu íslenskra veitinga.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
ICELANDAIR bauð á dögunum rúmlega 300 ferðaþjónustuaðilum, fjölmiðlum og umboðsmönnum til Íslandskynningar í Manchester, en félagið mun hefja beint flug til borgarinnar hinn 7. apríl í vor.

ICELANDAIR bauð á dögunum rúmlega 300 ferðaþjónustuaðilum, fjölmiðlum og umboðsmönnum til Íslandskynningar í Manchester, en félagið mun hefja beint flug til borgarinnar hinn 7. apríl í vor.

Fjölmargir aðilar í íslenskri ferðaþjónustu ásamt Ferðamálaráði og Reykjavíkurborg tóku þátt í samkomunni. Fyrirhugað flug Icelandair frá borginni hefur vakið mikla athygli í Manchester og meðal gesta á kynningarsamkomunni var sjálfur borgarstjórinn í Manchester, Mohammed Afzal Kahn.

Á samkomunni í Manchester var sérstakur bar skorinn út í ís þar sem gestir nutu íslensktættaðra veitinga.