Í vikunni var Sundhöll Seyðisfjarðar opnuð eftir næstum tveggja mánaða viðhaldsaðgerðir sem segja má að hafi að hluta til algerlega farið í vaskinn. Laugin var fyrst opnuð sl. mánaðamót eftir að hún hafði verið máluð og lagnir lagðar.

Í vikunni var Sundhöll Seyðisfjarðar opnuð eftir næstum tveggja mánaða viðhaldsaðgerðir sem segja má að hafi að hluta til algerlega farið í vaskinn.

Laugin var fyrst opnuð sl. mánaðamót eftir að hún hafði verið máluð og lagnir lagðar. Þegar opið hafði verið í viku fór að bera á skringilegri lykt, nokkrir sundlaugargesta fengu svima yfir höfuðið og tóku menn þá eftir að málningin innan á lauginni var að leysast upp.

Ekki vatnsheld

Kom í ljós við eftirgrennslan að fyrirtækið sem selt hefur sundlauginni málningu sl. 20 ár átti hana ekki til og sendi því aðra sem reyndist ekki vatnsheld þegar upp var staðið. Var það skv. upplýsingum blaðsins skipalakk, sem tærðist upp af klórnum í sundlaugarvatninu. Vaskir starfsmenn sundlaugarinnar fóru því í að tæma laugina, skrapa hana og þrífa og að lokum mála hana með vatns- og klórheldri málningu.

Sundhöllin er nú opin á ný og hafa engar kvartanir borist.