Bandaríski sveitasöngvarinn Johnny Cash er vinsælastur þeirra tónlistarmanna sem ekki eru lengur á lífi samkvæmt vinsældalista sem heitir "Awesomely Dead Rock Stars" og birtist í bandaríska tónlistartímaritinu Blender . Fast á hæla Cash koma rapparinn Notorius BIG , rokkkóngurinn Elvis Presley og Tupac Shakur . Vinsældir myndarinnar Walk the Line hafa áreiðanlega sitt að segja en myndin fjallar um ævi Cash.
TOPP TÍU:
1. Johnny Cash
2. Notorious BIG
3. Elvis Presley
4. Tupac Shakur
5. John Lennon
6. Jimi Hendrix
7. Jerry Garcia
8. Kurt Cobain
9. Bob Marley
10. Ray Charles