Ólympíuleikunum í Tórínó lýkur á morgun, en þetta eru 20. vetrarólympíuleikar sögunnar. Leikarnir hafa gengið vel og Dagnýju Lindu Kristjánsdóttir gekk líka vel, hún komst í 23. sæti í risasvigi í vikunni en féll í gær úr keppni í stórsvigi.

Ólympíuleikunum í Tórínó lýkur á morgun, en þetta eru 20. vetrarólympíuleikar sögunnar. Leikarnir hafa gengið vel og Dagnýju Lindu Kristjánsdóttir gekk líka vel, hún komst í 23. sæti í risasvigi í vikunni en féll í gær úr keppni í stórsvigi.

Mikið hefur verið um nokkuð óvænt úrslit. Meðal annars má nefna að í gær varð finnska skíðakonan Tanja Poutiainen í öðru sæti í stórsvigi og voru þetta fyrstu verðlaun finnskra kvenna í alpagreinum á ólympíuleikum.

Pólska stúlkan Justyna Kowalzzyk kom einnig gríðarlega mikið á óvart í gær þegar hún komst í þriðja sæti í 30 kílómetra göngu kvenna.

Krulla hefur vakið mikla athygli á leikunum enda margir leikir þar æsispennandi, þó fáir sem úrslitaleikurinn hjá konum þar sem Svíar lögðu Svisslendinga 7:6 með síðasta steininum í framlengingu.

Í gærkvöldi var mikil sýning í skautahöllinni þar sem bestu skautadansarar heims sýndu skemmtileg tilþrif við mikinn fögnuð áhorfenda.