Systurnar Bianca og Sierra Casady mynda kjarnann í CocoRosie.
Systurnar Bianca og Sierra Casady mynda kjarnann í CocoRosie.
FRANSKA hljómsveitin CocoRosie er væntanleg hingað til lands, en sveitin heldur tónleika á NASA við Austurvöll 17. maí.

FRANSKA hljómsveitin CocoRosie er væntanleg hingað til lands, en sveitin heldur tónleika á NASA við Austurvöll 17. maí. Það eru systurnar Bianca og Sierra Casady sem mynda kjarnann í CocoRosie, en þær hafa gefið út tvær plötur sem báðar hafa fengið góðar viðtökur hjá gagnrýnendum og almenningi.

Systurnar blanda saman ólíkum menningarheimum og tónlistarstefnum, þær syngja um allt frá Jesú Kristi til hafnabolta, auk þess sem þær nota dýrahljóð og leikföng, og skapa þannig mjög sérstakt andrúmsloft á tónleikum sínum. Antony úr Antony and the Johnsons hefur unnið mikið með þeim systrum og hefur oft komið fram á tónleikum með þeim. Þá syngur hann með þeim í laginu "Beautiful Boyz" á nýjustu plötu þeirra, Noah's Ark .

Ráðgert er að miðasala á tónleikana hefjist í byrjun mars og verður nánara fyrirkomulag tilkynnt innan skamms. Event ehf stendur að komu systranna til landsins. www.event.is