Sú var tíðin að margar konur geymdu tóma ilmvatnsflösku í undirfata- og rúmfataskúffunni til að viðhalda góðum ilmi af nærklæðunum. Þó að þessi siður hafi að mestu lagst af þjóna "pot pourri"-ilmjurtir e.t.v.

Sú var tíðin að margar konur geymdu tóma ilmvatnsflösku í undirfata- og rúmfataskúffunni til að viðhalda góðum ilmi af nærklæðunum. Þó að þessi siður hafi að mestu lagst af þjóna "pot pourri"-ilmjurtir e.t.v. sama hlutverki hjá einhverjum auk þess að bæta híbýlailminn. Hollenska snyrtivöru- og ilmefnafyrirtækið Greenhald hefur nú sent á markað ilmperlur sem þjóna sama hlutverki, og hafa þann umframkost að molna ekki. Perlunum má þannig koma fyrir í skál í stofu, strá í nærfataskúffu, eða koma fyrir á öðrum álíka stöðum. Perlurnar koma með kryddaðri kókoslykt, rómantískum rósailmi, fjörlegri jasmínu og mildum vanilluilmi líkt og húðsnyrtivörurnar og kertin sem í línunni er einnig að finna.

Greenhald-vörurnar fást m.a. á hársnyrtistofunni Kristu, Kringlunni.