Næringargildi og hollusta ólífna er óumdeild, enda hefur íbúum Miðjarðarhafslandanna löngum þótt ávöxturinn ómissandi; einn og sér eða í matargerð af ýmsu tagi.
Næringargildi og hollusta ólífna er óumdeild, enda hefur íbúum Miðjarðarhafslandanna löngum þótt ávöxturinn ómissandi; einn og sér eða í matargerð af ýmsu tagi. Ólífur eru enda ríkar af einómettuðum fitusýrum og andoxunarefnum, sem hafa góð áhrif á heilsuna. Þær eru til dæmis uppistaðan í einni hár- og húðsnyrtivörulínu franska fyrirtækisins L'Occitane. Ólífuuppskeran í ár virðist nokkuð góð því tvær nýjar vörutegundir hafa bættst í línuna; annars vegar Express Eye Treatment , sem er augnkrem fyrir allan aldur, og Daily Conditioner , sem er hárnæring fyrir allar hárgerðir. Augnkremið er í 15 ml flöskum og kostar 2.660 kr., en hárnæringin er á 1.650 kr. í L'Occitane-versluninni á Laugavegi.