TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflugvelli fann rúm sextíu grömm af hassi á frönskum karlmanni er hann kom hingað til lands á miðvikudag. Maðurinn hafði falið efnin innanklæða og fundust þau við hefðbundna leit.
TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflugvelli fann rúm sextíu grömm af hassi á frönskum karlmanni er hann kom hingað til lands á miðvikudag. Maðurinn hafði falið efnin innanklæða og fundust þau við hefðbundna leit. Fíkniefnadeild lögreglunnar fer með rannsókn málsins en manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum.