Stóru bankarnir á Íslandi eru góðir og geta lánað mikla peninga. Þetta segir útlenska fyrirtækið Fitch Ratings um Kaup-þing banka, Lands-bankann og Íslands-banka og svo Straum-Burðar-ás.
Stóru bankarnir á Íslandi eru góðir og geta lánað mikla peninga. Þetta segir útlenska fyrirtækið Fitch Ratings um Kaup-þing banka, Lands-bankann og Íslands-banka og svo Straum-Burðar-ás. Fitch segir að miklir peningar bankanna og dreift lána-safn þeirra á milli landa, vegi upp á móti aukinni áhættu sem nú megi greina í þjóðar-búskapnum. Þessi áhætta er vegna þess að Ísland kaupir meira frá útlend-ingum en það selur þeim. Svo er líka aukinn verðbólgu-þrýstingur og hratt vaxandi skuldir í út-löndum að ekki sé talað um mikil lán sem veitt eru fólki og fleira.