[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Toxic shock syndrome (TSS) er mjög sjaldgæf en lífshættuleg sýking sem baktería veldur og er oft tengd við notkun á túrtöppum og í sumum tilfellum við notkun á hettunni og getnaðarvarnarsvampinum.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is

Toxic shock syndrome (TSS) er mjög sjaldgæf en lífshættuleg sýking sem baktería veldur og er oft tengd við notkun á túrtöppum og í sumum tilfellum við notkun á hettunni og getnaðarvarnarsvampinum. Bakterían sem veldur sýkingunni er yfirleitt til staðar í líkamanum á svæðum eins og nefi, húð og í leggöngum og veldur yfirleitt ekki neinum alvarlegum sýkingum. Hins vegar eykst hættan á að fá sýkingu ef túrtappar eru notaðir. Það eru aðallega túrtappar sem eru hannaðir með hámarksvökvadrægni sem eru hættulegastir og ef túrtappi er hafður of lengi í leggöngunum.

Einkenni TSS koma oftast skyndilega fram og líkjast í upphafi flensueinkennum, þau koma fram í:

Háum hita, ógleði og niðurgangi, útbrotum líkum sólbruna, sérstaklega í lófum og á iljum, vöðvaverkjum, rauðum augum, munni og/eða hálsi, flogi, höfuðverk, hnakkastirðleika, svima, yfirliði og lágum blóðþrýstingi.

Kona sem er með túrtappa og fær slík einkenni ætti að fjarlægja hann strax og leita til læknis. Meðferð gegn veikinni fer fram á sjúkrahúsi með sýklalyfi. Með góðri meðferð batnar sjúklingnum yfirleitt á tveimur til þremur vikum. Ástandið getur hins vegar verið banvænt á innan við klukkutíma.

Tilfellum TSS hefur fækkað mikið á undanförnum árum. Í Bretlandi voru aðeins fimm tilfelli skráð árið 1997 miðað við 814 tilfelli árið 1980. Það var um 1980 sem bylgja af TSS kom fram, aðallega hjá ungum konum sem höfðu verið að nota mjög rakadræga tappa. Þeir voru teknir af markaðnum og þá fækkaði tilfellum TSS mjög mikið en enn kemur eitt og eitt tilfelli fram.

Ekki er alveg vitað afhverju túrtappar valda TSS en sumir segja það vera vegna þess að ef tappinn er skilinn eftir í leggöngunum í langan tíma verði hann góð fjölgunarstöð fyrir bakteríur. Aðrir segja trefjar í tappanum rispa yfirborð legganganna og geri það þá mögulegt fyrir bakteríurnar að komast í blóðið.

Til að koma í veg fyrir að fá TSS er æskilegt að fylgja eftirfarandi ráðum:

* Notaðu alltaf túrtappa með lægstu mögulegri rakadrægni sem hentar blæðingum þínum.

* Skiptu um tappa reglulega. Ekki minna en á þriggja klukkustunda fresti eða eins oft og s agt er á pakkanum.

* Notaðu dömubindi einstöku sinnum á blæðingatímanum.

* Þvoðu hendurnar fyrir og eftir að tappinn er settur inn en bakteríurnar geta borist inn í leggöngin með höndunum.

* Aldrei setja inn meira en einn tappa í einu.

* Á nóttunni skaltu setja nýjan tappa inn áður en þú ferð að sofa og fjarlægðu hann strax þegar þú vaknar. Annars er ekki mælt með því að sofa með sama tappann alla nóttina.

* Fjarlægðu tappann þegar blæðingum er lokið.

* Milli blæðinga er gott að geyma túrtappana frá hita og raka. Geymdu þá frekar inni í svefnherbergi en inni á baðherbergi.

* Foreldrar og eldri systkyni eiga að láta dætur og yngri systur vita af þessari hættu þegar þær byrja á blæðingum.

Frekari upplý singar um TSS má finna á: www.toxicshock.com og www.kidshealth.org