* RAGNAR Óskarsson skoraði 8 mörk og var markahæstur í liði Ivry sem sigraði Angers , 25:21, í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Ivry er í öðru sæti með 53 stig en Montpellier er efst með 57 stig.

* RAGNAR Óskarsson skoraði 8 mörk og var markahæstur í liði Ivry sem sigraði Angers , 25:21, í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Ivry er í öðru sæti með 53 stig en Montpellier er efst með 57 stig.

* SNORRI Steinn Guðjónsson átti mjög góðan leik fyrir Minden sem lagði Kronau/Östringen , 28:27, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Snorri skoraði 8 mörk, þar af eitt úr vítakasti, en Gunnar Berg Viktorsson komst ekki á blað fyrir Kronau . Sigurinn var afar þýðingarmikill fyrir Minden sem er í 15. sæti af 18 liðum með 15 stig.

*GYLFI Gylfason skoraði 3 mörk fyrir Wilhelmshavener þegar liðið tapaði fyrir Hamburg , 33:30, í þýsku 1. deildinni í handknattleik.

* HEIÐMAR Felixson skoraði 7 mörk fyrir Hannover Burgdorf þegar liðið sigraði Ahlener , 25:24, í norðurriðli þýsku 2. deildarinar. Burgdorf er í fmmta sæti.

* DAGUR Sigurðsson skoraði 5 mörk fyrir Bregenz sem tapaði í gær fyrir Hard , 29:25, á heimavelli í austurrísku úrslitakeppninni í handknattleik. Þetta var fyrsti tapleikur Bregenz á heimavelli í 42 leikjum.

* HANNES Jón Jónsson skoraði 6 mörk fyrir Ajax sem tapaði fyrir FC Köbenhavn , 30:23, í Danmörku.

* STURLA Ásgeirsson skoraði 2 mörk fyrir Arhus GF sem gerði 30:30 jafntefli við GOG .

* FANNAR Þorbjörnsson skoraði 1 mark fyrir Fredericia sem hafði betur gegn Skjern í Íslendingaslagnum, 31:30. Vignir Svavarsson skoraði 6 mörk fyrir Skjern og Vilhjálmur Halldórsson 1.

* DANÍEL Ragnarsson skoraði 6 mörk fyrir Team Helsinge en þau dugðu skammt því liðið tapaði fyrir Kolding á heimavelli, 22:32.

* HANS Lindberg, sem er Íslendingur í aðra ættina, skoraði 8 mörk fyrir Viborg sem sigraði Mors , 34:27.

* KA-menn gengu af velli í þriðju hrinu í fyrsta úrslitaleik Þróttar Neskaupstað og KA um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla. Þróttur vann fyrstu hrinuna 25:21, aðra hrinuna 25:22 en þegar staðan var 16:10, í þriðju hrinunni ákváðu KA-menn að ganga af velli í mótmælaskyni við dómgæsluna og var þriðja hrinan dæmd Þrótti í vil, 25:10.

* AGANEFND Blaksambands Íslands mun koma saman til fundar í dag og ákveða hvort eftirmálar verða af uppátæki KA-manna.

* ÞRÓTTUR Reykjavík fagnaði sigri gegn HK , 3:1, í fyrsta úrslitaleik liðanna í kvennaflokki en liðin mætast öðru sinni annað kvöld.