16. maí 2006 | Viðskiptafréttir | 168 orð | 1 mynd

Fundað um Mishkin-skýrsluna í London

Glersalur Fundur Viðskiptaráðs í London um skýrslu Mishkins og Tryggva Þórs um íslenskt efnahagslíf var ágætlega sóttur í gær.
Glersalur Fundur Viðskiptaráðs í London um skýrslu Mishkins og Tryggva Þórs um íslenskt efnahagslíf var ágætlega sóttur í gær.
VIÐSKIPTARÁÐ Íslands kynnti í London í gær skýrslu þeirra Fredericks Mishkins og Tryggva Þórs Herbertssonar um fjármálastöðugleika á Íslandi.
VIÐSKIPTARÁÐ Íslands kynnti í London í gær skýrslu þeirra Fredericks Mishkins og Tryggva Þórs Herbertssonar um fjármálastöðugleika á Íslandi. Fundurinn var vel sóttur af starfsmönnum erlendra fjármálastofnana, lánshæfismatsfyrirtækja og greiningaraðila og er sambærilegur þeim sem Viðskiptaráð hélt í New York nýverið.

Á fundinum fjölluðu Mishkin og Tryggvi Þór um fjármálastöðugleikann og svöruðu spurningum frá fundargestum um íslenskt hagkerfi, segir í tilkynningu frá Viðskiptaráði.

Fram kom í máli Mishkins að hann teldi allan samanburð á Íslandi og nýmarkaðsríkjum afar misráðinn. Hann áréttaði í máli sínu mikilvægi þess að koma áleiðis til greiningaraðila upplýsingum um íslenskt hagkerfi og að hann væri þeirrar skoðunar að mikið af þeirri gagnrýni sem fram hefði komið á síðustu mánuðum hefði að mörgu leyti verið óréttmæt.

Íslenskt efnahagslíf og stöðugleiki á landinu hafa verið mikið í umræðunni á alþjóðlegum vettvangi að undanförnu og fram kom í máli Höllu Tómasdóttur, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, að fundirnir væru innlegg í umræðu um íslenskt hagkerfi og það væri von hennar að það myndi dýpka umræðuna og ljá henni fræðilega vigt.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.