30. maí 2006 | Fólk í fréttum | 101 orð | 1 mynd

Fegurðardrottning Íslands 2006, Sif Aradóttir

Fegurðardrottning Íslands 2006, Sif Aradóttir, mun verða fulltrúi Íslands í keppninni um ungfrú alheim (Miss Universe) í Los Angeles þann 23. júlí næstkomandi.
Fegurðardrottning Íslands 2006, Sif Aradóttir, mun verða fulltrúi Íslands í keppninni um ungfrú alheim (Miss Universe) í Los Angeles þann 23. júlí næstkomandi. Fegurðarsamkeppni Íslands hefur ekki sent keppanda í keppnina frá árinu 2003, þegar Manúela Ósk Harðardóttir var fulltrúi Íslands, en þurfti að hætta keppni vegna veikinda, aðeins tveimur dögum fyrir aðalkeppnina. Ásdís Svava Hallgrímsdóttir, sem hafnaði í 2. sæti, keppir fyrir hönd Íslands um titilinn ungfrú heimur (Miss World) sem fram fer í Varsjá, Póllandi, 30. september á þessu ári og Jóna Kristín Heimisdóttir ferðast alla leið til Kína til að keppa í ungfrú þverálfa (Miss Intercontinental) í ágúst.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.