Helena bæjarlistamaður á Akranesi Akranesi. HELENA Guttormsdóttir myndlistarmaður hefur verið valin bæjarlistamaður Akraness 1993 og fær í viðurkenningarskyni sex mánaða laun til að vinna að list sinni.

Helena bæjarlistamaður á Akranesi Akranesi.

HELENA Guttormsdóttir myndlistarmaður hefur verið valin bæjarlistamaður Akraness 1993 og fær í viðurkenningarskyni sex mánaða laun til að vinna að list sinni.

Helena er fædd og uppalin á Akranesi og fór ung að vinna að listsköpun. Hún stundaði nám í Myndlista- og handíðaskólanaum árin 1985-89 og í Myndlistarskóla Reykjavíkur árin 1985-87.

Helena hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum og hélt sína fyrstu einkasýningu fyrr á þessu ári. Helena á ekki langt að sækja listagáfu sína, því faðir hennar, Guttormur Jónsson, hefur lengi verið í fremstu röð listamanna á Akranesi.

- J.G.

Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson

HELENA Guttormsdóttir, bæjarlistamaður Akraness 1993.