2. nóvember 2006 | Viðskiptablað | 191 orð | 1 mynd

Íslandspóstur kaupir Samskipti ehf.

Samningurinn Eiríkur Víkingsson frá Samskiptum og Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts ganga frá samningi fyrirtækjanna.
Samningurinn Eiríkur Víkingsson frá Samskiptum og Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts ganga frá samningi fyrirtækjanna.
ÍSLANDSPÓSTUR hefur keypt prentþjónustufyrirtækið Samskipti ehf. Kaupverðið er ekki gefið upp. Í tilkynningu segir að samlegðaráhrif muni skila sér til viðskiptavina beggja fyrirtækjanna.
ÍSLANDSPÓSTUR hefur keypt prentþjónustufyrirtækið Samskipti ehf. Kaupverðið er ekki gefið upp.

Í tilkynningu segir að samlegðaráhrif muni skila sér til viðskiptavina beggja fyrirtækjanna. Þá segir að kaupin séu liður í að efla þjónustu Póstsins enn frekar og bjóða upp á fjölbreyttari lausnir er styðja við núverandi starfsemi.

"Ljóst er að kaupin munu hafa jákvæð samlegðaráhrif, þar sem æ fleiri kjósa að geta leyst úr öllum sínum prent- og dreifingarmálum á einum stað," segir í tilkynningunni. "Þetta þýðir að þjónusta Íslandspósts mun að einhverju leyti færast inn til Samskipta og öfugt. Hversu langt þessar breytingar munu ná hefur ekki verið ákveðið að fullu, en mun skýrast á næstu misserum."

Samskipti var stofnað árið 1978 sem ljósritunarstofa sem lagði sérstaka áherslu á teikningaprentun. Upphaflega unnu 3 starfsmenn hjá fyrirtækinu en frá þeim tíma hefur félaginu vaxið fiskur um hrygg og starfar þar nú 31 starfsmaður. Að sama skapi hefur verkefnum fyrirtækisins fjölgað mjög og býður Samskipti nú upp á ýmis konar prentun, hvort sem um er að ræða vinnuteikningar, kynningarefni eða umhverfismerkingar, s.s. á gólf, bíla eða glugga. Þá býður Samskipti einnig upp á lausnir tengdar sýningum, s.s. gerð sýningarveggja og sölu sýningarkerfa.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.