Sjöfn Vilhelmsdóttir fæddist á Ísafirði 1970. Hún lauk stúdentsprófi frá MÍ 1990, BA-námi í stjórnmálafræði frá HÍ 1996 og MA-námi í alþjóðafræðum frá Háskólanum í Denver 1999. Sjöfn starfaði lengi fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands, m.a.

Sjöfn Vilhelmsdóttir fæddist á Ísafirði 1970. Hún lauk stúdentsprófi frá MÍ 1990, BA-námi í stjórnmálafræði frá HÍ 1996 og MA-námi í alþjóðafræðum frá Háskólanum í Denver 1999. Sjöfn starfaði lengi fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands, m.a. sem verkefnastjóri í Namibíu. Hún var sjálfstætt starfandi ráðgjafi við þróunarsamvinnu þar til hún tók við starfi framkvæmdastýru UNIFEM í júlí á þessu ári.

Sjöfn Vilhelmsdóttir fæddist á Ísafirði 1970. Hún lauk stúdentsprófi frá MÍ 1990, BA-námi í stjórnmálafræði frá HÍ 1996 og MA-námi í alþjóðafræðum frá Háskólanum í Denver 1999. Sjöfn starfaði lengi fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands, m.a. sem verkefnastjóri í Namibíu. Hún var sjálfstætt starfandi ráðgjafi við þróunarsamvinnu þar til hún tók við starfi framkvæmdastýru UNIFEM í júlí á þessu ári.

UNIFEM á Íslandi fagnar því á morgun, mánudag, að liðin eru 30 ár frá stofnun UNIFEM, þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna, og 17 ár frá því UNIFEM á Íslandi var stofnað.

Sjöfn Vilhelmsdóttir er framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi: "UNIFEM hefur umboð Sameinuðu þjóðanna til að styðja verkefni sem stuðla að bættri stöðu kvenna, og beinist starfsemi sjóðsins einkum að konum í þróunarlöndum og á átakasvæðum," segir Sjöfn. "Meðal annars leitast UNIFEM með starfi sínu við að efla efnahagslegt öryggi kvenna, draga úr fátækt meðal þeirra, og efla þátttöku kvenna í pólitískri stefnumótun og ákvarðanaferli. Á síðustu árum hefur UNIFEM einnig beint sjónum sínum að þátttöku kvenna í friðarumleitunum og uppbyggingu í kjölfar átaka, t.d. á Balkanskaga. Umfram allt berst UNIFEM fyrir því að mannréttindi kvenna séu virt og öll mismunun gegn konum afnumin, en í því felst m.a. að vinna gegn hverskyns kynbundnu ofbeldi."

Landsnefndir UNIFEM starfa víða um heim: "Landsnefnd UNIFEM á Íslandi eru frjáls félagasamtök sem hafa það að markmiði að kynna og auka áhuga almennings á starfsemi UNIFEM, vera málsvari kvenna í þróunarlöndum og átakasvæðum á opinberum vettvangi, og afla fjárframlaga til starfsemi UNIFEM," segir Sjöfn, en sjóðurinn er háður frjálsum framlögum aðildarríkja SÞ og stuðningi fyrirtækja og einstaklinga.

"Það er því miður alls ekki sjálfgefið að þróunarfé sé varið í verkefni sem huga sérstaklega að málefnum kvenna eða jafnrétti kynjanna, og hefur mikið af kröftum UNIFEM á Íslandi beinst að því að auka framlög íslenska ríkisins til þróunarverkefna á vegum UNIFEM, og hafa samtökin átt mjög gott samstarf við utanríkisráðuneytið," bætir Sjöfn við.

Af öllu því fjármagni sem varið var til þróunaraðstoðar í heiminum árið 2003 fóru aðeins 4% til verkefna sem höfðu jafnréttismál meðal markmiða, og aðeins hálft prósent fór í verkefni sem helguð voru jafnréttismálum: "Öll rök mæla með því að auka hlut verkefna sem lúta að jafnrétti og málefnum kvenna," segir Sjöfn. "Bæði fræðimenn, sem og þeir sem starfa við þróunarhjálp viðurkenna að í dag er besta leiðin til að takast á við flest þau vandamál sem hrjá þróunarlöndin að fjárfesta í menntun kvenna, heilsu þeirra og réttindum. Þá eru ónefnd siðferðisleg rök fyrir því að sinna málefnum kvenna sérstaklega og rétta hlut þeirra, en konur eiga t.a.m. aðeins 1% eigna í heims, þær fá aðeins 10% heimstekna í sinn hlut og þriðja hver kona verður einhvern tíma á lífsleiðinni fórnarlamb kynbundins ofbeldis."

UNIFEM á Íslandi býður alla félagsmenn velkomna í húsakynni samtakanna í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna, Laugavegi 42, á morgun mánudag milli kl. 17 og 19. Boðið verður upp á jólaglögg og piparkökur við bókaupplestur, farsælu starfsári fagnað og kynnt verður nýútkomið árlegt tímarit UNIFEM á Íslandi.