Orðrómur Gengi bréfa Woolworths-verslanakeðjunnar hækkaði í kjölfar fréttar Sunday Telegraph um hugsanlega yfirtöku Baugs á félaginu.
Orðrómur Gengi bréfa Woolworths-verslanakeðjunnar hækkaði í kjölfar fréttar Sunday Telegraph um hugsanlega yfirtöku Baugs á félaginu.
ORÐRÓMUR er uppi um að Baugur Group ætli sér annaðhvort að taka yfir Woolworths og Moss Bros eða gera grundvallarbreytingar á stjórnendateymum breskra fjárfestinga Baugs í smásölugeiranum.
ORÐRÓMUR er uppi um að Baugur Group ætli sér annaðhvort að taka yfir Woolworths og Moss Bros eða gera grundvallarbreytingar á stjórnendateymum breskra fjárfestinga Baugs í smásölugeiranum. Er sagt frá þessu í breska blaðinu Financial Times en þar kemur fram að gengi bréfa Woolworths og Moss Bros hafi hækkað umtalsvert eftir að áðurnefndur orðrómur komst á kreik. Talsmenn Baugs eru ekki sagðir vilja tjá sig um sögusagnir um væntanlega yfirtöku.